Bekkjarkvöld Spilavina

Verð frá: 19.500 kr.

Svanhildur að kenna spil.

Bekkjarkvöld Spilavina er gríðarlega vinsæl, enda fullkomin leið til að hrista saman bekkinn, og eiga góða stund með bekkjarvinum sínum og foreldrum þeirra. Eins eru þau góður vettvangur fyrir foreldra barnanna í bekknum að kynnast hver öðrum.

Starfsfólk Spilavina er með mikla reynslu í að kenna á bekkjarkvöldum hjá öllum aldursstigum grunnskólans. Á kvöldunum kemur starfsfólk okkar með allskyns spil sem eru sérstaklega valin og henta fyrir hvern hóp. Við mætum í skólann til ykkar og erum með allt frá rólegum kænskuspilum til ærslafullra keppnisspila. Spilað er í klukkutíma þannig að allir ná að