Battle Sheep

(5 umsagnir viðskiptavina)

4.850 kr.

Aldur: 7 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 15 mínútur
Hönnuður: Francesco Rotta

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSB2-00501 Flokkur:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 18

spilavinir reglur a netinuMarkmiðið er að þínar kindur nái að dreifa sér betur um hagann en kindur andstæðinganna.

Leikmenn fá fjögur landsvæði til að leggja út. Síðan fær hver allar kindur í sínum lit og staflar þeim upp á einum reit úti í kanti. Þegar leikmaður á að gera má hann færa eins margar kindur og hann vill áfram í eina átt þangað til þær koma að fyrirstöðu. Ekki má fara yfir aðrar kindur eða út af borðinu.

Leikmenn þurfa að varast að vera ekki lokaðir inni.

Í lok leiksins vinnur sá sem á flest svæði og það eru öll svæði sem kindur í sama lit eru á.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Útgefandi

5 umsagnir um Battle Sheep

  1. Avatar of Þorri

    Þorri

    Einstaklega vel heppnað spil fyrir 7 ára og eldri. Einfalt að að læra og spila (velja einn af kindabunkunum þínum, skipta í tvennt og færa helminginn), en fullt af strategíu í því og nóg pláss til að verða betri í því.

  2. Avatar of Sigrún SIgursteinsdóttir

    Sigrún SIgursteinsdóttir

    Stórskemmtilegt fyrir börn og fullorðna. Mjög einfalt.

  3. Avatar of Sigridur B

    Sigridur B

    Virkilega skemmtilegt spil, einfalt en spennandi. Snýst um að færa kindur um landareign, vilt færa sem flestar kindur og helst að klækja á mótspilaranum í leiðinni.
    Keyptum þetta til að spila með krökkunum en hefur einnig verið mikið spilað með eldri kynslóðinni. Alltaf jafn skemmtilegt.

  4. Avatar of Sandra

    Sandra

    Amman hefur líka gaman af því að spila Battle sheep.

  5. Avatar of Sandra Tryggvadóttir

    Sandra Tryggvadóttir (staðfestur eigandi)

    Ótrúlega skemmtilegt miðað við hvað það var einfalt. Ég spilaði þetta með þremur 30+ vinkonum, engin hafði spilað þetta áður og við vorum allar búnar að læra spilið á innan við 5 mínútum. Þrátt fyrir einfaldar spilareglur og uppsetningu krefst spilið lúmskrar kænsku. Mjög skemmtilegt, stutt og einfalt!

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;