Auf der Hut

2.850 kr.

Aldur: 5 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Alexey Konnov, Alexey Paltsev, Anatoliy Shklyarov

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 601105179 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 30

Í Auf der Hut (þýðir „vertu vakandi“ eða „farðu varlega“) vilt þú fylgjast vandlega með því sem aðrir gera svo þú getir sett réttan hatt á rétt fólk.

Til að stilla spilinu upp stokkar þú persónunum sér og höttunum sér, og leggur svo sjö persónur á borðið í röð svo þær sjáist, og hattaspil á grúfu fyrir ofan hverja þeirra. Svo skiptist þið á að:

  • kíkja á hattaspil, og skila því aftur;
  • skipta á tveimur hattaspilum án þess að kíkja á þau; eða
  • snúa við hattaspili sem þú heldur passi við persónuna fyrir neðan. Er kúrekahatturinn á kúrekanum, víkingahjálmurinn á víkingnum, eða öllu heldur paraðir þú persónu við réttan hatt? Frábært! Þá máttu taka persónuna og hattinn, og setja fyrir framan þig. Svo fyllir þú leikborðið með nýrri persónu og nýjum hatti (á grúfu). Ef þú finnur töfrahatt, þá máttu taka hann og fylla á með nýjum hatti (á grúfu). Ef þú náðir ekki að para hatt og persónu, þá snýrðu hattinum við aftur og færð skallaspil.

Þegar ekki er hægt að fylla í leikborðið með nýrri persónu lýkur spilinu. Skallaspilin þín setur þú ofan á hatta á persónum sem þú hefur fengið — en töfrahatta máttu nota á persónur sem hafa skyndilega misst hárið.

Hver sem hefur flesta hatta sigrar!

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Auf der Hut”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;