Architects of the West Kingdom

(4 umsagnir viðskiptavina)

8.230 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 5 leikmenn
Spilatími: 60-80 mín.
Höfundur: Shem Phillips, S J Macdonald

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF2-01819 Flokkur:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 4

Architects of the West Kingdom gerist við lok Karlungaveldisins, um 850 eftir Krist. Leikmenn eru hirðarkitektar og keppast um athygli konungs og að halda stöðu sinni í hirðinni með því að byggja ýmis kennileiti út um hið nýja yfirráðasvæði konungsins. Það þarf að safna hráfnum, ráða lærlinga, og hafa vökult auga með vinnuaflinu. Þetta eru hættulegir tímar, og andstæðingar þínir munu ekki láta neitt stöðva sig við að hægja á framgangi þínum. Munt þú halda dygðum þínum, eða finnast meðal þjófa og svartamarkaðsbraskara?

Markmið Architects of the West Kingdom er að verða leikmaðurinn sem er með flest stig í lok spilsins. Stig eru fengin með því að byggja ýmiskonar byggingar, og halda áfram með dómkirkju erkibiskupsins. Á meðan á spilinu stendur þurfa leikmenn að taka margar siðferðislegar ákvarðanir. En að lokum mun aðeins dygð þeirra verða dæmd. Nokkrar bakhendingar hér og þar eru kannski ekki mikið, en ef þú beygir þig of langt niður þá mun þér verða refsað. Spilinu lýkur þegar ákveðnum fjölda bygginga er lokið.

Aldur
Fjöldi púsla
Útgefandi

4 umsagnir um Architects of the West Kingdom

  1. Avatar of Sigurjón Magnússon

    Sigurjón Magnússon (staðfestur eigandi)

    Virkilega gott spil.
    Þađ sem gerir þetta “worker placement” spil frábrugđiđ flestum spilum í þessum flokki er ađ mađur byrjar međ marga vinnumenn til ađ setja á mismunandi reiti og þeim fækkar þegar líđur á spiliđ en venjulega er þađ öfugt en þađ er skemmtileg tilbreyting

  2. Avatar of Matthew Haynsen

    Matthew Haynsen

    Very fun worker placement game that allows for multiple strategies. Great components and fairly easy to learn.

  3. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Þetta spil lítur út fyrir að vera talsvert snúnara en það er. Þegar að byrjað er að spila það þá sér maður hvað það er aðgengilegt. Það eru engin texti og mjög fáar “en ef” reglur. Það er allt skýrt og skiljanlegt bæði á borðinu og spilunum sjálfum. Eiginlega allar reglur hafa á einhvern hátt skýringarmyndir á borðinu sjálfu. Þetta spilast mjög hratt strax eftir fyrsta leikin. Fólk raðar út vinnumönnum og safnar hráefnum í byggingar. Menn ráða því hvort þeir eru “góðir” eða “vondir”, og eftir því hvar þeir eru á skalanum njóta þeir góðs af því, en á sama tíma eru þá takmarkaðir með vissa hluti. Ef þú ert á góða skalanum t.d þá getur þú ekki notað svarta markaðin sem gefur þér aðgang af góðum hráefnum og eiginleikum, en ef þú ert á þeim vonda getur þú ekki tekið þátt í að byggja kirkjuna sem er ein leið til að fá stig.
    Það er einnig hægt að spila það einn án þess að hafa neinn mótspilara. En andstæðingurin er þá gervigreind í formi spilastokks sem dregið er úr eftir hverja umferð sem líkir ótrúlega vel eftir alvöru andstæðing.
    Gott stöff fyrir þá sem vilja létt/miðlungsþungt “worker placement”

  4. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Þetta spil er fínt, flott útfærsla á því.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;