Apples to apples

(2 umsagnir viðskiptavina)

7.260 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 4-10 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Matthew Kirby, Mark Alan Osterhaus

Á lager

Vörunúmer: SPSF6-APPE Flokkur:

Lýsing

Partíspilið Apples to apples samanstendur úr tveimur stokkum: Hlutum og lýsingum. Í hverri umferð dregur leikmaðurinn sem á að gera lýsingarspil (sem getur innihaldið lýsingarorð eins og „hairy“ eða „smarmy“) úr stokknum. Næst eiga aðrir leikmenn að velja hlutarspil af hendi sem þeim finnst passa best við, og setja á grúfu á borðið. Leikmaðurinn sem á leik ruglar saman spilunum, les svo af þeim upphátt og velur svo spilið sem henni (eða honum) finnst passa best. Leikmaðurinn sem átti það spil fær lýsingarspilið að launum, og á leik í næstu umferð.

Þegar einhver leikmaður hefur náð fyrirfram (af ykkur) ákveðnum fjölda spila, þá er sigurvegarinn fundinn.

Athugið að spilið er á ensku.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2003 Japan Boardgame Prize Best Japanese Game – Sigurvegari
  • 1999 Mensa Select – Sigurvegari

Nánari upplýsingar

Þyngd0.5 kg
Aldur

12 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

4, 5, 6, 7, 8, 9, 10

2 umsagnir um Apples to apples

  1. Fjóla

    Ég spilaði þetta spil ég veit ekki hversu oft með vinum mínum í BNA og skemmtum okkur alltaf jafn vel. Ég kynnti spilið fyrir vinum mínum hér á landi og það er bókað mál að mikið verður hlegið og skemmt sér!

  2. Hafdís

    Þetta er barnautgáfan af cards against humanity og ég mæli með þessu spili fyrir börn sérstaklega til að læra ensku. En mæli ekki með því með fullorðnu fólki

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.