Altiplano

8.970 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Reiner Stockhausen

Á lager

Vörunúmer: DPL1014 Flokkar: ,

Lýsing

Altiplano er ekki einfalt spil og gefur leikmönnum nýjar áskoranir í hverju spili. Það eru fjölmargar leiðir til að ná takmarkinu, þannig að spilið heldur vel og er hægt að spila aftur og aftur til að prófa nýjar leiðir og aðferðir til að vinna. Sigur og tap ræðst líka af því hvort andstæðingar þínir leyfi þér að gera það sem þú vilt, eða reyni að eyðileggja fyrir þér. Það er ansi mikil samkeppni um aðföng – og ansi skemmtilegt að næla sér í þau á kostnað annarra leikmanna.

Í upphafi hafa leikmenn takmarkaðan aðgang að aðföngum. Á markaðnum fá leikmenn tækifæri til að komast yfir nýja framleiðslustaði sem gefa nýja möguleika. Aðföngin – eins og fiskur, lamadýr, kakó, silfur eða korn – hafa hvert sína eiginleika og staði þar sem þau nýtast. Silfur gerir leikmenn ríka, fiski er hægt að skipta fyrir aðrar vörur, og lamadýrin gefa ull sem hægt er að búa til klæði úr.

Fyrir utan að byggja upp góða framleiðslu, þá þarftu líka að afhenda vöruna á réttum tíma, leggja vegi tímanlega, og geyma vörurnar þannig að allt nýtist sem best. Stundum er betra að eiga góðan lager en bestu framleiðsluna.

Nánari upplýsingar

Aldur

12 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Altiplano”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.