Alias

(10 umsagnir viðskiptavina)

6.920 kr.

Skemmtilegt spil sem gengur út á það að útskýra orð með öðrum orðum. Spilað er í liðum sem geta verið eins fjölmenn og hentar en minnst verða að vera tvö lið með tveimur leikmönnum.

* Uppselt *

Vörunúmer: MRSF3-26442 Flokkur: Merki:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 411

Skemmtilegt spil sem gengur út á það að útskýra orð með öðrum orðum. Spilað er í liðum sem geta verið eins fjölmenn og hentar en minnst verða að vera tvö lið með tveimur leikmönnum. Einn úr liðinu dregur spjald og reynir að útskýra orðið, án þess að segja orðið sjálft, með því að nota vísbendingar, samheiti og andheiti. Hversu mörg orð nærð þú að útskýra fyrir liðsfélögum þínum áður en tíminn er búinn?

Frábær orðaleikur fyrir alla fjölskylduna!

Framleiðandi: Tactic
Fjöldi leikmanna: 4+
Aldur: 7 ára og eldri
Spilatími: 60+ min

Þyngd 0,5 kg
Verðlaun

Spilatími

60 mín.

Aldur

7+

Fjöldi spilara

4+

Framleiðandi

TacTic

Aldur
Fjöldi púsla
Útgefandi

10 umsagnir um Alias

  1. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt spil.

  2. Avatar of Erla Björk Helgadóttir

    Erla Björk Helgadóttir

    Skemmtilegt spil fyrir fjölskylduna og vinahópinn. Hvað getur þú verið fljót/ur að útskýra orð með orðum án þess að segja orðið. Fyndið og hressandi spil sem fær alla í gott skap.

  3. Avatar of Ásta Eydal

    Ásta Eydal

    Mjög skemmtilegt fyrir allann aldur! Hægt að velja spilatíma eftir þörfum, s.s. velja annan reit en endareitinn sem endareit svo ekki er þörf á því að spila allt borðið í hvert sinn sem spilað er.

  4. Avatar of Erla Bára

    Erla Bára

    Þarfaþing ef þú átt þetta ekki nú þegar. Hægt að spila á svo margan hátt – útskýra orðin, teikna orðin, leika orðin… klára eitt spjald innan tímamarka, taka bara orð í ákveðnu númeri…. nauðsynlegt spil á öll heimili, í öll partý og í allar bustaðarferðir/jólaboð.

  5. Avatar of Edda

    Edda

    Alger klassík. Hér er skipt í lið (oftast 2ja manna) og spilið snýst um að einn útskýrir, teiknar, eða leikur orð sem koma upp á spilakorti meðan hinn liðsfélaginn giskar á orðið. Fyrir hvert rétt gisk færist liðið áfram um einn reit á spilaspjaldi.

    Tilvalið í nánast hvaða hóp / partý sem er. Ef það eru mjög ungir krakkar með í hópnum getur líka verið gaman að hafa 3 í liði eða útfæra þetta þannig að allir geti verið með. 🙂
    Einfalt svo það tekur enga stund að útskýra / skilja spilið og fjörið byrjar strax!

  6. Avatar of Kristín Óðinsdóttir

    Kristín Óðinsdóttir

    Mjög góð skemmtun að spila þetta spil.

  7. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Mjög skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna.

  8. Avatar of Hafdís

    Hafdís

    Skemmtilegt spil sem kemur fólki til að tala það er ekki að ástæðulausu að þetta var svona vinsæl jólagjöf þegar það kom út

  9. Avatar of Guðrún Ragnarsdóttir

    Guðrún Ragnarsdóttir

    Klassískt spurninga/leik spil. Getur verið mjög skemmtilegt ef allir eru í stuði. Als ekki of flókið þannig það geta allir verið með

  10. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Fínt fyrir stærri hópa og fjölskyldur sem vantar eitthvað á léttari nótunum.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;