Enchanted Forest

(1 umsögn viðskiptavinar)

4.250 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 30-60 mín.
Höfundur: Michel Matschoss, Alex Randolph

Á lager

Vörunúmer: SPSB2-EN1483 Flokkar: ,

Lýsing

Þú kastar teningnum og reynir að lenda á tré til að sjá hvaða fjársjóður er falinn þar undir en þú verður að passa að enginn annar leikmaður sjái hvað er undir. Þegar þú hefur fundið fjársjóðinn sem konungurinn er að leita að þarftu að koma þér inn í kastalann til að segja kónginum hvar fjársjóðurinn er. Ef það er rétt hjá þér máttu halda áfram og finna næsta fjársjóð. Ef þú hefur rangt fyrir þér þarftu að fara aftur í þorpið og byrja upp á nýtt. Sá leikmaður sem er fyrstur að tilkynna 3 fjársjóði vinnur.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 1982 Spiel des Jahres – Sigurvegari
  • 1981 Spiel des Jahres – Meðmæli

Nánari upplýsingar

Aldur

6 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5, 6

1 umsögn um Enchanted Forest

  1. Maríanna

    Á eldri útgáfuna af þessu spili og hún var mjög mikið spiluð þegar ég var lítil af okkur systkinunum, frændsystkinum og vinum. Þegar ég fann gamla góða spilið í fyrra eftir margra ára veru upp á háalofti fór ég beint með það í leikskólann þar sem ég vann með 5 ára börnum og þau elskuðu það og enga stund að læra það. Síðan yfir jólin þegar að fjölskyldan kom heim dróg ég það fram við mikinn fögnuð viðstaddra, og spenningurinn og æsingurinn sem myndaðist er ólýsanlegur. Mæli 100% með þessu spili fyrir hvaða aldurshóp sem er!

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.