Ævintýralandið

(5 umsagnir viðskiptavina)

5.950 kr.

Aldur: 4 ára og eldri
Fjöldi: 2 eða fleiri leikmenn
Spilatími: 15-30 mín.

* Uppselt *

Vörunúmer: PASB1-37206 Flokkur: Merki: ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 155

Ævintýralandið er alvöru hlutverkaspil fyrir alla fjölskylduna þar sem börn hafa forskot á fullorðna. Samvinna, spuni og skemmtun eru einkunnarorð þess.

Í Ævintýralandinu fá börnin og sköpun þeirra að njóta sín. Leikmenn vinna saman að leysa þau vandamál sem sögumaðurinn leiðir leikmennina í gegnum. Framundan eru undraverða veraldir og ólýsanleg ævintýri sem aðeins ímyndunaraflið setur skorður.

Útgefandi

Fjöldi leikmanna

, , , , , , , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla

5 umsagnir um Ævintýralandið

  1. Avatar of Guðborg Jónsdóttir

    Guðborg Jónsdóttir

    Ævintýralandið er í raun hið fyrsta sinnar tegundar, ekkert venjulegt teningaspil og er ólíkt áratugabirgðum af jólaspilum sem maður hefur eignast í gegn um árin. Sameinar fjölskylduna í heimi ævintýra sem hún skapar við spilaborðið. Ungir lenda í óvæntum ævintýrum og þurfa að taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvernig bregðast skuli við aðstæðum og fullorðnir fá tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim barnanna, hjálpa þeim að losa um hömlur ímyndunarafls og tjáningar og upplifa ævintýrin með augum barna sinna og kynnast þeim um leið á nýjan hátt. Loksins kom fram rammíslenskur fjölskylduleikur sem hentar öllum aldurshópum. Aðalmálið finnst mér vera hversu vandaður hann er og á þá við allt í senn, efnislega uppbyggingu, listrænt sjónarhorni og hversu mikið er í hann lagt, ekkert smámikið sem fylgir. Mest spennandi er að hversu oft sem farið er í leikinn þá fara ævintýrin alltaf inná nýjar brautir þannig að maður er aldrei að endurtaka neitt . Þetta spil á eftir að vera í algjöru uppáhaldi hjá okkur, alltaf nýtt!

  2. Avatar of Jens Ívar

    Jens Ívar

    Ég er höfundur Kjaftöskju sem er markaðsett á sama tíma og Ævintýralandið og frá fyrsta degi þá hef ég öfundað höfunda Ævintýralandsins. Þetta er spil sem ég hefði viljað hanna.

    Útlitið er einstakt á Íslandi og ég hef sjaldan séð svona mikið lagt í fallega teikningar og notagildi allra hluta sem tengjast kassanum.

    Þetta er afskaplega einfalt spil sem börn grípa á mjög stuttum tíma. Það eru kannski hið fullorðnu sem eiga erfitt með að brjótast út úr skelinni og fara að leika og segja sögur eins og börn.

    Ég mæli hiklaust með þessu spili og ég óska þess að við fáum að sjá meira af ævintýralandinu í framtíðinni.

  3. Avatar of Kristinn Snær Agnarsson

    Kristinn Snær Agnarsson

    Það tók ekki nema nokkrar mínútur um jólin að koma öllum barnaskaranum á fullt í þessu spili og foreldrar skemmtu sér vel með líka.

    Algjör hittari.

  4. Avatar of Þráinn Guðbjörnsson

    Þráinn Guðbjörnsson

    Ég hef haft það fyrir venju með börnin mín að spinna sögur fyrir þau á kvöldin sem að þau geta svo tekið þátt í að móta. Þetta spil er einfaldlega útvíkkun á því og gefur þáttakendunum færi á að gera ævintýrið enn áþreifanlegra en ella.

  5. Avatar of Magnús Halldór Pálsson

    Magnús Halldór Pálsson

    Einstakt spil og það er virkilega gaman að sjá börnin sökkva sér inn í þykistuleikinn þegar þau spila. Spilið hentar frábærlega fyrir börn frá 3ja ára aldri (myndi segja að besti aldurinn sé ca bilið frá 4-7) en fyrir yngri börnin er best að nota Ævintýralandið sem einskonar “leikvöll” þar sem maður notar myndir og sögur úr spilinu til að spinna upp ævintýraheim sem börnin svo taka sjálf skrefinu lengra.
    Stjórnandi spilsins (yfirleitt fullorðinn, en eldri krakkar sem eru farin að lesa geta líka verið frábærir stjórar með t.d. yngri systkinum) gegnir hlutverki sögumanns og dregur spil sem leggja ákveðinn grunn að sögu/ævintýri. Skemmtilegast er að spinna út frá sögunum og auka þannig á fjölbreyttni eða gera tengingar við það sem börnin hafa áhuga á. Ef einhvert leikfang, fígúra eða teiknimynd er í uppáhaldi hjá þeim er um að gera að draga utanaðkomandi hluti eða persónur inn í leikinn.
    Dæmi: “Nappi er búinn að nappa öllum skónum ykkar!” (og vera þá búinn að fela skóna raunverulega). Þetta vekur mikla skelfingu (lesist: mikla lukku) og svo fara börnin í “finna hlut” leikinn inni í Ævintýralandinu.

    Frábært spil sem skapar góðar stundir.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;