7 Wonders: Duel

(17 umsagnir viðskiptavina)

5.280 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Wayne Bobette

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSF2-23818 Flokkur: Merki: , ,

Margverðlaunuð tveggja manna útgáfa af hinu margverðlaunaða 7 Wonders. Um margt líkjast þessi tvö spil: Bæði eru þau spiluð gegnum þrjár aldir, þar sem leikmenn byggja undur og þróa samfélög sín með framleiðslu, vísindum og hernaði.

Ólíkt með spilunum er að þetta er eingöngu fyrir tvo leikmenn, og að auki eru spilin dregin til skiptis en ekki samtímis. Hvor leikmaður byrjar með fjögur undur, og hvert undranna veitir mismunandi bónusa, en aðeins má byggja sjö undur í spilinu.

Hægt er að kaupa afurðir frá bankanum, en þær hækka í verði ef andstæðingur þinn á eintak.

Það eru þrjár leiðir til að sigra 7 Wonders: Duel: með því að hámarka hernað sinn; með því að ná sex af sjö vísindatáknum; eða með því að fá fleiri stig.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2017 Hra roku – Sigurvegari
  2016 Lys Passioné – Úrslit
 • 2016 Kennerspiel des Jahres – Meðmæli
 • 2016 International Gamers Award – General Strategy: Two-players – Sigurvegari
 • 2016 Gioco dell’Anno – Tilnefning
 • 2016 As d’Or – Jeu de l’Année Expert – Tilnefning
 • 2015 Tric Trac d’Or – Sigurvegari
 • 2015 Swiss Gamers Award – Sigurvegari
 • 2015 Meeples’ Choice – Tilnefning
 • 2015 Jocul Anului în România Beginners – Úrslit
 • 2015 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
 • 2015 Golden Geek Best Strategy Board Game – Tilnefning
 • 2015 Golden Geek Best Card Game – Sigurvegari
 • 2015 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Sigurvegari

Aldur

Fjöldi leikmanna

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

17 umsagnir um 7 Wonders: Duel

 1. Avatar of Matthew Haynsen

  Matthew Haynsen

  One of my favorite two player games. Keeps a similar (but shorter) feel as 7 Wonders. A must have game if you play two player games often.

 2. Avatar of Linda Björg Guðmundsdóttir

  Linda Björg Guðmundsdóttir

  Frábært tveggja manna spil. Herkænska og heilaleikfimi en alls ekki erfitt að læra. Vel útfært spil. Fangar vel anda upprunalega spilsins 7 wonders.

 3. Avatar of Magnús Halldór Pálsson

  Magnús Halldór Pálsson

  Mjög gott tveggja manna spil sem er auðvelt að læra. Mæli með Pantheon viðbótinni upp á betri enduspilun, því hún eykur við valmöguleika í spilinu. Hentar ágætlega fyrir 10 ára og eldri myndi ég segja.

 4. Avatar of Salóme

  Salóme

  Frábær tveggja manna leikur, en getur ýft fjaðrir ef keppnisskap er mikið hjá spilurum. Betra að byrja á upprunalegu útgáfunni en mjög gott hliðarspil fyrir þá sem þekkja upprunalega spilið. Svolítið takmarkað þó ef spilarar hafa spilað þetta oft.

 5. Avatar of Aldís

  Aldís

  Mjög skemmtilegt tveggja manna spil, styttra en upprunalegra spilið en virkar mjög vel.

 6. Avatar of Anna Margrét Kornelíusdóttir

  Anna Margrét Kornelíusdóttir

  Afar sniðugt tveggja manna spil. Það tekur smá tíma að læra á það og lesar reglurnar til hlítar en vel þess virði. Margir óvissuþættir gera það að verkum að ekki er ljóst hver vinnur fyrr en alveg í blálokin, þegar stigin eru talin, og það finnst er mikill kostur.

 7. Avatar of Klara

  Klara

  Besta stutta tveggja manna spilið sem við eigum. Ótrúlega skemmtilegt hvernig það spilast oft á mismunandi hátt, engar tvær spilanir eru eins. Alltaf hægt að grípa í það.

 8. Avatar of Þorsteinn Atli Kristjánsson

  Þorsteinn Atli Kristjánsson

  Fyrsta alvöru tveggja manna spilið sem við kærastan keyptum okkur snemma á spilaferli okkar.
  Mjög gott einvígi þar sem keppt er um yfirráð á nokkrum mismunandi vígvöllum. Þarft alltaf að hafa auga á hvað andstæðingurinn er að eyða púðri í til að reyna stoppa hann en á sama tíma þarftu að reyna að hala inn stigum sjálfur.
  Fljótt í uppsetningu, hæfilega langt, áhugaverðar ákvarðanir og flott framsetning.
  Höfum spilað það yfir 20 sinnum og það á enn fastan stað í hjarta okkar.

 9. Avatar of Bogi

  Bogi

  Frábær tveggja manna útfærsla á upphaflega 7wonders spilinu. Einfalt og fljótt í uppsetningu og hæfilega langt. Góðir möguleikar á endurspilun og gaman að prófa mismunandi leiðir að sigrinum.

 10. Avatar of Gestur Ingi Reynisson

  Gestur Ingi Reynisson

  Frábært tveggja manna spil þar sem leikmenn skiptast á að velja spil og nota þau til þess að byggja upp sitt eigið civilization. Leikmenn geta unnið gegnum hernað, vísindi eða þá bara með flestum stigum

 11. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Eitt skemmtilegasta tveggja manna spil sem við kallinn spilum. Tökum það oft með viðbót. En hún er ekki nauðsynleg, en er skemmtileg með.

 12. Avatar of María Ásmundsdóttir Shanko

  María Ásmundsdóttir Shanko

  Eitt af bestu tveggja manna spilunum. Viðbótin er líka frábær.

 13. Avatar of snædís

  snædís

  Mjög skemmtilegt tveggja manna spil sem tekur um 30-40 min í spilun. Nokkrar leiðir til þess að sigra spilið.

 14. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

  Stefán Ingvar Vigfússon

  Eitt besta tveggja manna spil sem ég hef prófað, það eru svo margar breytur í því að hver spilun er frábrugðin annari. Það getur samt verið hættulegt að spila það makann, en það getur endað í hávaða rifrildi (sem er oft þess virði.)

 15. Avatar of Hólmfríður María Bjarnardóttir

  Hólmfríður María Bjarnardóttir

  Frábært 2 manna spil. Það eru nokkrar mismunandi leiðir að sigrinum og því þurfa spilararnir að fylgjast vel með. Ef þú passar þig ekki þá gæti keppinautur þinn unnið hernaðarsigur eða vísindasigur meðan þú ert að rembast við að ná sem flestum stigum.

  Þetta er spil sem mun alltaf eiga stað í minni spilahillu.

 16. Avatar of Kristinn Pálsson

  Kristinn Pálsson

  Flott tveggja manna spil sem tekur grunn hugmynd af 7 Wonders en umturnar þó leiknum. Auðvelt að detta inn í þekki maður 7 Wonders en þó ekki of flókið fyrir nýja að læra. Ekki þörf á að eiga eða þekkja eldra spil.
  Hér eru nokkrar ólíkar leiðir til að vinna, ekki bara með því að safna stigum. Þarft að skipuleggja sig vel og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Þú ert að byggja upp þína siðmenningu og þróa hana áfram ekki missa þó fókusinn af andstæðingnum því þú gætir tapað í stíði!

 17. Avatar of Eidur S.

  Eidur S.

  Það sem þetta spil gerir sem ég hef ekki séð áður er að í hverri umferð stillir þú upp spilum í pýramída, sum á hvolfi og önnur ekki. Svo skiptast leikmennirnir á að velja sér eitt spil í einu. Þetta er mjög góð leið til þess að “drafta” og hef ég nýtt sömu aðferð í öðrum drafting leikjum eins og Sushi Go! sem virkar mjög vel.

  Einnig er mjög sniðugt hvernig þú hefur þrjár leiðir til að vinna. Annað hvort safnar þú flestum spilum sem gefa þér stig í gegnum leikinn, þú safnar mestum herkrafti eða nærð nógu mörgum vísindaspilum.

  Mæli með spilinu, eitt af fáum spilum fyrir aðeins tvo leikmenn sem nær svipuðum fíling og önnur stærri borðspil fyrir fleiri leikmenn.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top