Töfrandi heimur af nýjum vörum

Skoðað: 4

Djeco er franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í leikföngum, spilum og púslum.Vörurnar þeirra eru einstaklega glæsilegar og vel hannaðar. Púslin þeirra eru sérstaklega fallega myndskreytt og spennandi fyrir börn niður í allt að 12 mánaða gömul. Við fengum líka fullt af nýjum og skemmtilegum smáspilum fyrir allan aldur. En það sem er kannski mest spennandi fyrir marga eru galdravörurnar frá þeim.

Galdrasettin frá Djeco innihalda fjölbreytileg töfrabrögð og galdra sem munu undra og heilla áhorfendur. Ungir galdrameistarar þjálfa með sér sjálfsöryggi og félagsfærni með því að sýna hópum galdrana sína. Með því að æfa sig fyrir framan spegil geta krakkarnir fullkomnað töfrabrögðin og sýnt fjölskyldu og vinum nýju hæfileika sína.

Með öllum töfrasettunum fylgja vandaðir hlutir og saga sem hjálpar til við að búa til töfraheim af undri og ráðgátum sem töframaðurinn notar til að heilla áhorfendur upp úr skónum. Allir galdrarnir koma í fallegri bók til þess að töframaðurinn geti falið leyndarmál sín í bókahillunni án þess að nokkurn gruni.

Djeco galdrarnir eru mis flóknir að læra og fullkomna. Þeir eru þó allir mjög spennandi og henta börnum frá 6 til 14 ára.  Settin eru misstór og flottar sem afmælisgjafir frá 1950 kr. Til að sjá sýningu með töfrabrögðunum getur þú farið á: https://www.djeco.com/magic/

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;