Sumarnámskeið Spilavina

Skoðað: 6

Spilavinir bjóða nú upp á í fyrsta skipti vikulöng sumarnámskeið fyrir börn. Á námskeiðinu verða kennd og spiluð ýmis spil og útileikir. Á hverjum degi prófum við eitthvað nýtt og spennandi. Smáspil, borðspil, klassísk spil og mannspil verða tekin fyrir og að sjálfsögðu spilum við Varúlf. Farið verður í vettfangsferðiri. Í þeim munum við spila ýmsa útileiki,  Kubb, Cross Boules og prófum að spila elsta þekkta spil mannkyns eins og það var spilað fyrst: með steinum í holum.

Spil efla mann í mannlegum samskiptum og rökhugsun. Þau eru eitt besta lærdómstólið fyrir allt frá stærðfræði til tungumálsins. Það er þroskandi að leika sér og við stefnum á að allir fari af námskeiðinu klárari og skemmtilegri en þegar þeir komu. Námskeiðin eru kennd af starfsfólki sem hefur áralanga reynslu af barnastarfi. Þau eru auk þess reyndir spilakennarar eftir að hafa kennt spil í mörg ár á bekkjarkvöldum Spilavina.

namskeid2Í sumar verður boðið upp á tvö námskeið. Námskeiðin verða haldin eftir hádegi, frá kl. 13:00 – 16:00. Annars vegar verður námskeið fyrir 8-10 ára og hins vegar fyrir 10-13 ára. Pláss er fyrir 16 krakka á hvoru námskeiði. Námskeiðin fara fram í salnum undir nýrri verslun Spilavina, bláu húsunum í Skeifunni, Suðurlandsbraut 48. Allir þurfa að taka með sér nesti og vera klæddir eftir veðri.

  • 8 – 12 júlí. –  8 – 10 ára
  • 15 – 19 júlí. –  10 – 12 ára

Skráning

Skráning á sumarnámskeið Spilavina er hafin. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á netfanginu spilavinir@spilavinir.is en einnig er tekið á móti skráningum í versluninni sjálfri eða í síma 553-3450.

Námskeiðsgjald er 12.000 kr. fyrir 5 daga námskeið.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;