Spilum betur – Sumarnámskeið Spilavina 27. júní – 1. júlí

Skoðað: 0

Annað námskeið Spilavina í sumar hefst 27. júní og er þemað að þessu sinni Spilum betur. Námskeið Spilavina eru fyrir krakka á aldrinum 11-13 ára sem hafa gaman að því að spila.

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum bætt okkur og orðið betri í uppáhalds spilunum okkar. Muninn á strategíu og taktík, skammtíma versus langtímagróða, áhættumat, telja út og lesa mótherjana okkar. Enn eru nokkur pláss laus og hægt er að skrá sig á netfanginu spilavinir@spilavinir.is

Námskeiðin eru þannig uppbyggð að kennt og spilað er frá 13-16 mánudag, þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag eru sérstakar spilastundir undir leiðsögn. Nemendur fá klippikort og geta með því nýtt fimmtudaga og föstudagana í annarri viku en þeir voru á námskeiði ef það hentar þeim betur vegna annarra dagskrár sem þeir gætu haft um sumarið.

Skráning er í fullum gangi á spilavinir@spilavinir.is

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;