Við vorum að opna hóp á Facebook sem heitir Spilavinaspjallið. Þar er vettvangur til að leiðbeina hvert öðru með reglur og jafnvel kenna húsreglur; spyrjast fyrir um hvaða spil hentar spilahópnum, og segja frá áhugaverðum spilum sem við vorum að uppgötva, hvort sem spilið er gamalt eða nýtt. (Sjálfur uppgötvaði ég ekki hið stórkostlega Concordia fyrr en í fyrrahaust — Þorri.)

Verið velkomin á Spilavinaspjallið 🙂