Þegar þú ert í spilaáskrift, þá velja Spilavinir fyrir þig nýtt spil í hverjum mánuði og senda þér heim.

Vissir þú að hægt er að vera í spilaáskrift að frábærum spilum hjá Spilavinum?

Í hverjum mánuði sendum við spil til spilahópa út um allt land. Við höldum utan um hvaða spil áskriftaraðilinn á, hvernig spil hann hefur mest gaman af og sendum honum síðan ótrúlega skemmtilegan pakka í byrjun hvers mánaðar.

Fyrirkomulagið

Spilaáskriftin hentar sérstaklega fólki sem hittist reglulega að spila og tryggir að reglulega séu í boði skemmtileg spil sem starfsfólk Spilavina hefur sérvalið eftir smekk hópsins og stærð. Algengast er að fólk fái sent eitt spil í mánuði en það getur verið sjaldnar eða oftar alveg eftir hentisemi. Spilavinir halda utan um hvað er í eigu viðkomandi í sérstakri möppu og funda um næsta val til að hámarka skemmtun. Þá er líka gott að fá að vita fjölda þeirra sem eru í spilahópnum, aldur og hvað þið hafið verið að spila.

Panta spilaáskrift