Samvera er lykillinn að góðu fríi

Skoðað: 4

Nú er sá tími ársins kominn þar sem börnin okkar fá þrjá aukadaga við helgina sína — vetrarfrí! Tiltölulega nýlegt fyrirbæri hér á landi, en er að ná að festa rætur — og hver veit, kannski fær fullorðna fólkið að vera með líka einn daginn. Sum okkar eru svo heppin að geta tekið sér frí á sama tíma og fengið gæðatíma með grislingunum. Samveran er dýrmæt og um að gera að njóta hennar. Spil eru frábær leið til að kynnast krökkunum betur, og leyfa þeim að kynnast þér. Hvernig spilari ertu? Hvaða spil eru á boðstólunum? Hér eru nokkrar hugmyndir sem við höfum flokkað fyrir ykkur.

Smáspil

Fyrstu kynni margra af spilum eru smáspilin. Þau er létt að taka með hvert sem er, það er létt að kenna þau og þau taka oftast stuttan tíma. Þekktasta slíka spilið er líklega Yahtzee (sem við eigum), en við mælum sérstaklega með þessum.

Hraðaspil

Spil geta verið spennandi á mismunandi hátt. Sum eru spennandi, því þú ert að hugsa fram í tímann og reyna að finna klókari aðgerðir en hinir. Svo eru önnur spil sem sækja spennuna í að gera eitthvað hratt, eða að minnsta kosti hraðar en aðrir leikmenn. Súpereinfaldar litlar þrautir, sem verða svo erfiðar þegar maður er að reyna að vera á undan hinum.

Blandaður aldur

Við sem erum með börn á blönduðum aldri viljum endilega koma þeim saman í spil — og ef við höfum tíma, vera með. En þegar spil eru mjög taktísk þá er oft erfitt að fá eldri börnin til að gefa nægilega eftir til að þau yngri eigi séns. Þá er nú gott að geta gengið í lista eins og þennan, því þessi spil eru sérstaklega valin til að minnka möguleikann á að þau aldri valti yfir þau yngri.

Stutt og laggóð spil

Góð spil þurfa ekki að taka langan tíma. Spilin hér að neðan taka frá kortéri til hálftíma. Það er hægt að pakka ansi mikið af góðum pælingum og skemmtilegum atvikum í stutt spil. Gangverkin eru svo jafn mismunandi og þau eru mörg. Hér erum við með handagang (e. drafting), flísalagningu í takt við dómínó, settasöfnun, kastað og krotað (e. roll and write), og stokkaspil sem daðrar við myllu. Allt fín spil.

Setjumst saman í smá tíma

Þó svo það sé gott að geta gripið í stutt og skemmtileg spil, þá er líka gaman að gefa þessu svolítinn tíma, því meiri tími þýðir að maður fær tækifæri til að plana lengra og fleira getur gerst í lengra spili. Við erum samt ekki að tala um nein ósköp, því þessi fínu spil hérna fyrir neðan fara yfirleitt aldrei yfir klukkutímann. Ef þau ná honum þá.

Í góðra vina hópi

Hvað er svo glatt? Það þarf ekki marga til að mynda góðan hóp. Fimm eða fleiri saman geta spilað mörg hópaspil. Það sem hópaspil gera vel er að þau eru einföld í spilun og nota hópdýnamíkina til þess að gera spilið skemmtilegra. Þess vegna eru þau oft betri með fleirum. Ef þú býrð svo vel að eiga stóra fjölskyldu, þá gætu þessi spil hentað ykkur um helgina.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;