Qwixx útskýrt í fimm myndum

Skoðað: 64

Það er enn til fólk sem heldur að öll borðspil taki langan tíma og séu flókin. Auðvitað eru til löng, flókin (og góð) borðspil, en heimur stuttra og skemmtilegra spila sem henta breiðum hópi fer sífellt stækkandi. Eitt slíkt spil er Qwixx. Til að spila það þarf aðeins fimm teninga, spilablokk og penna eða blýant. Þess vegna hentar Qwixx einkar vel í ferðalagið, á veitingahúsið eða kaffihúsið. Það passar í veskið eða vasann og er hægt að kenna jafnóðum og það er spilað.

Hér er einföld yfirferð í fimm myndum. (Glöggir taka eftir að myndirnar eru sex, en sú sjötta er ekki partur af kennslunni 🙂

Góða skemmtun!

Vegna vinsælda Qwixx eru komnar fleiri útgáfur af upprunalegu skorblokkinni, auk sérstakrar tveggja manna einvígis-útgáfu. Hér að neðan er allt Qwixxtengt sem við eigum í versluninni.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;