Púslmarkaðurinn framundan

Á laugardaginn 15. febrúar verður hinn árlegi púslmarkaður hjá Spilavinum! Nú er tækifærið að skipta, selja og kaupa notuð púsl — jafnvel ný. Við opnum kjallarann okkar og setjum upp borð fyrir púsluspilasölu.

Fyrirkomulagið

Viltu kaupa notuð púsl?
Við mælum með að taka pening með þar sem ekki er líklegt að margir verði með posa.

Viltu selja púslin þín?
Til að vera viss um að fá borð, þá er best að láta okkur vita með góðum fyrirvara. Best er að gera það með tölvupóst á spilavinir@spilavinir.is, en svo má líka senda okkur skilaboð hér á Facebook.

Það kostar ekkert að fá borð. Hver og einn heldur utan um sína sölu, og er því klókt að hafa pening til að geta gefið til baka.

Fyrir ykkur sem ætlið að selja opnar húsið kl. 11:00 svo hægt sé að stilla upp. Markaðurinn byrjar kl. 11:30 og er opinn til 13:30. Við hellum upp á kaffi og stefnum í skemmtilegan dag með púsláhugafólki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.