Ný og glæsileg útgáfa af margverðlaunuðu kúrekaspili

Árið 2016 kom út borðspil sem gerist í villta vestrinu, en fjallar ekki um byssur og bardaga, heldur bókstaflega kúreka. Í spilinu eruð þið að reka kýr og selja fyrir sem mestan pening hingað og þangað um gamla vestrið.

Great Western Trail, önnur útgáfa af þessu margverðlaunaðu kúrekaspili.
Ég verð að segja að mér finnst nýi kassinn fallegri en sá gamli.

Spilið heitir Great Western Trail og er í augnablikinu í 12 sæti á lista Board Game Geek (BGG) yfir mest metnu spilin. Til að setja það í samhengi, þá eru meira en 133.000 spil á listanum. Great Western Trail hefur að auki hlaðið á sig yfir 20 verðlaunum og tilnefningum. Spil sem ná hátt á þessum lista eiga það sameiginlegt að vera í þyngri kantinum (BGG hallar svolítið í þá áttina) og eru þess vegna flest hjá okkur í flokknum Spil fyrir kunnáttufólk.

Þrátt fyrir að hafa náð þessu gífurlega góða árangri og vera svona vel metið, þá sáu höfundar spilsins hvar þeir hefðu getað gert betur, svo úr varð að gefa út aðra útgáfu af spilinu: Great Western Trail 2nd edition. Munurinn á spilunum er þó nokkur, og hefur nýju útgáfunnar verið beðið með eftirvæntingu. Spilð fær hærri einkunn hjá BGG, fyrri útgáfan er með 8,3, en sú nýja með 8,6. Þó þarf sú nýja fleiri atkvæði til að ná í hæðir hinnar fyrri og situr þess vegna í 747 sæti þegar þetta er skrifað.

Breytingarnar sem taldar eru upp í lýsingunni á spilinu hljóma yfirborðskenndar og fagurfræðilega, en það eru mikilvægar breytingar á borðinu sjálfu sem þykja gefa spilinu betra jafnvægi. Eins er nú hægt að spila einmenning með stillanlegum erfiðleika.

Að lokum má nefna að á stefnuskrá framleiðandans er að stækka spilið í seríu með því að gefa út Great Western Trail: Argentina (2022) og Great Western Trail: New Zealand (2023). Það er eitthvað til að hlakka til.

Um höfundinn

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;