Morgunstund í Spilavinum

Bekkur eða hópur frá skóla ásamt kennurum kemur í verslunina til okkar að morgni til. Eigendur Spilavina fara með hópinn í gegnum búðina, sýna mismunandi spil og segja krökkunum stuttlega frá spilasögunni. Smá fróðleikur áður en við tekur spilastund þar sem allir fá að prófa og læra nokkur ný spil og leiki sem bæði eru skemmtilegir og geta gagnast í námi. Svo er í boði að snæða nesti á neðri hæðinni ef þess er óskað.