Langar þig að læra að ljúga, blekkja og svindla í spilum?

Skoðað: 1

Þetta eru miklivægir eiginleikar í nokkrum skemmtilegum spilum sem Spilavinir munu kenna í Ráðhúsinu á Vetrarhátíð.

Spilavinir er verslun með spil og púsluspil á Langholtsvegi. Síðustu ár hafa Spilavinir mætt á bekkjarkvöld og kennt börnum og foreldrum þeirra aragrúa af spilum. Kvöldin hafa vægast sagt slegið í gegn. Markmiðið með spilakvöldum er að skapa gleði hjá foreldrum og börnum og kenna þeim að njóta samverunnar yfir skemmtilegu spili.

Spilavinir verða nú í Ráðhúsinu á Vetrarhátíð 9. og 10. febrúar frá 13-17. Hinir stórskemmtilegu og reyndu starfsmenn Spilavina mæta á svæðið með úrval borðspila og smáspila sem þau munu kenna gestum og gangandi. Spil eru ódýr og skemmtileg afþreying sem kynslóðirnar geta auðveldlega sameinast um.

Spilavinir hvetja alla – börn, foreldra, afa, ömmur og góða vini til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem sameinar alla í fjölskylduvænum borðspilum.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;