Friends FjarSvar

Fyrst það er að verða útséð með að geta boðið ykkur velkomin í Spilakaffi í PubQuiz og aðra skemmtilega viðburði á næstunni, þá ætlum við að prófa að setja saman einn viðburð yfir vefinn. Hann Valdi okkar ætlar að sjá um það, enda okkar helsti sérfræðingur í hópviðburðum.

FjarSvarið verður tileinkað Friends. Hversu mikið veist þú um Friends? Nú er tækifærið til að komast að því. FjarSvarið hefst fimmtudaginn 5. nóvember kl. 21:00.

Þátttökugjald eru litlar 2.500 kr. á lið: Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun í boði Spilavina (auk heiðursins að vita mest um Friends). Þeir sem greiða fyrir lið fá sendan hlekk að streyminu. Streymið fer í loftið 20:50 og hefst keppnin stundvíslega kl. 21:00.

Hver veit nema þetta verði að föstum viðburði hjá okkur? Eru einhver sérstök þemu sem þú myndir vilja í FjarSvar? Láttu okkur vita í kommentunum.

Um höfundinn

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;