Smáspil: Hvað er vinsælast?

Vinsælustu smáspilin okkar

Ef það er einhver spurning sem við reynum að forðast, þá er það „hvað er vinsælast?“. Ástæðan er að þó svo eitthvað spil sé vinsælt, þá þýðir það alls ekki að það henti öllum. Til dæmis hefur góður spilavinur okkar engan áhuga á að spila Splendor — spil sem hefur selst í yfir milljónum eintaka. Honum finnst vont að fá ekki að hugsa fram í tímann, því borðið breytist svo ört. Okkur hinum finnst það einmitt kostur, því það sleppir manni við svoleiðis vangaveltur og maður getur slappað af á meðan aðrir gera, og bara brugðist við því sem er á borðinu þegar að manni kemur.

Hvað sem honum og fleirum finnst um Splendor, þá hafa vinsældir spilsins merkingu. Fullt, fullt af fólki kann vel við þetta spil og vill kaupa það, eða gefa vinum sínum. Þýðir það að Splendor henti öllum? Alls ekki. En kannski velflestum. Sem er líklega það sem var spurt um.

Við munum samt áfram forðast að svara spurningunni, því við viljum hjálpa þér að finna spil sem hentar þér og þínum spilahóp. Ekki bara eitthvað sem er vinsælt.

Að því sögðu, hér eru tíu vinsælustu smáspilin okkar um þessar mundir. Þau henta ekki öllum, en gætu hentað þér.

Breytingar vegna COVID

Kæru viðskiptavinir, vegna ástandsins lokum við klukkan 18 alla daga fram til 20. október. Af sömu ástæðu er leiksvæðið lokað, sem og salurinn niðri. Vegna fjöldatakmarkana getum við ekki heldur boðið gestum okkar að setjast niður á kaffihúsinu. Ef ykkur langar í mjög gott kaffi (americano, latté, cappuccino…), þá er hægt að kaupa kaffi í ferðamáli hjá okkur. Við hvetjum ykkur til að nota grímur þegar þið komið til okkar í verslunina.

Ef ykkur langar í skemmtilega samverustund yfir spili, þá hvetjum ykkur til að nota vefverslunina okkar, og sækja hingað á Suðurlandsbrautina eða fá sent heim. Ef þið viljið sækja en getið/megið/viljið ekki koma inn, hringið bara í okkur og við komum með pokann út. Förum varlega.

Saman getum við komið COVID í viðráðanlegt horf aftur.

10 góð fjölskylduspil sem þið ættuð að prófa

Í tilefni af alþjóðlega fjölskyldudeginum — sem er einmitt í dag, 15. maí — tókum við saman 10 fjölskylduspil sem við mælum með fyrir allskonar fjölskyldur. Þetta eru spil úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera aðgengileg og skemmtileg fyrir breiðan aldurshóp. Góða skemmtun!


Kingdomino

Spil ársins 2017 er einfalt, stutt og aðlaðandi. Leikmenn eru konungar sem eru að reyna að byggja sitt ríki með dómínóflísum og vilja ná sem stærstum svæðum með sem flestum kórónum.

Lesa meira