Qwixx útskýrt í fimm myndum

Það er enn til fólk sem heldur að öll borðspil taki langan tíma og séu flókin. Auðvitað eru til löng, flókin (og góð) borðspil, en heimur stuttra og skemmtilegra spila sem henta breiðum hópi fer sífellt stækkandi. Eitt slíkt spil er Qwixx. Til að spila það þarf aðeins fimm teninga, spilablokk og penna eða blýant. Þess vegna hentar Qwixx einkar vel í ferðalagið, á veitingahúsið eða kaffihúsið. Það passar í veskið eða vasann og er hægt að kenna jafnóðum og það er spilað.

Hér er einföld yfirferð í fimm myndum. (Glöggir taka eftir að myndirnar eru sex, en sú sjötta er ekki partur af kennslunni 🙂

Góða skemmtun!

Vegna vinsælda Qwixx eru komnar fleiri útgáfur af upprunalegu skorblokkinni, auk sérstakrar tveggja manna einvígis-útgáfu. Hér að neðan er allt Qwixxtengt sem við eigum í versluninni.

Samvera er lykillinn að góðu fríi

Nú er sá tími ársins kominn þar sem börnin okkar fá þrjá aukadaga við helgina sína — vetrarfrí! Tiltölulega nýlegt fyrirbæri hér á landi, en er að ná að festa rætur — og hver veit, kannski fær fullorðna fólkið að vera með líka einn daginn. Sum okkar eru svo heppin að geta tekið sér frí á sama tíma og fengið gæðatíma með grislingunum. Samveran er dýrmæt og um að gera að njóta hennar. Spil eru frábær leið til að kynnast krökkunum betur, og leyfa þeim að kynnast þér. Hvernig spilari ertu? Hvaða spil eru á boðstólunum? Hér eru nokkrar hugmyndir sem við höfum flokkað fyrir ykkur.

Lesa meira

Smáspil: Hvað er vinsælast?

Vinsælustu smáspilin okkar

Ef það er einhver spurning sem við reynum að forðast, þá er það „hvað er vinsælast?“. Ástæðan er að þó svo eitthvað spil sé vinsælt, þá þýðir það alls ekki að það henti öllum. Til dæmis hefur góður spilavinur okkar engan áhuga á að spila Splendor — spil sem hefur selst í yfir milljónum eintaka. Honum finnst vont að fá ekki að hugsa fram í tímann, því borðið breytist svo ört. Okkur hinum finnst það einmitt kostur, því það sleppir manni við svoleiðis vangaveltur og maður getur slappað af á meðan aðrir gera, og bara brugðist við því sem er á borðinu þegar að manni kemur.

Lesa meira