Frábær spil í bílaferðalagið

Það eru ekki mörg spil sem henta vel í bílaferðalög, en þau eru nokkur. Til dæmis Eye’n Speed þar sem leikmenn keppast um að vera fyrstir til að finna hluti á spjaldi. Spilinu fylgja tvær tegundir af spjöldum: finna tvo hluti, og finna einn hlut.

Þá má benda á Top Trumps, sem hentar einkar vel fyrir tvo í bíl, þar sem leikmenn fá sinn bunkann hvor og reyna að finna eiginleika á sínu spili sem gæti sigrað óséð spil andstæðingsins.

Sumar þrautir henta líka vel. Við vorum að fá sjóræningjaþraut sem er með stórum og fáum íhlutum, en ótrúlega mörgum þrautum. Eins henta Rubiks kubbarnir alltaf vel.

Góða skemmtun í fríinu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.