Forbidden Desert spilað á TableTop

Skoðað: 2

Nýjasti TableTop þátturinn sem kom inn á Youtube í gær sýnir samvinnuspilið Forbidden Desert spilað en í því eru leikmenn strandaglópar í sjóðandi eyðimörk eftir að flugskipið þeirra hrapar.

TableTop eru gífurlega vandaðir þættir um spil sem Wil Weaton stjórnar og þar kynnir hann spil, hægt er að læra reglurnar og sjá það spilað af skemmtilegu fólki. Margir spilaáhugamenn nota þættina til að sjá hvaða spil ætti að kaupa næst.

Viðgerð á flugskipinu stendur yfir. Nú er bara að finna skiptilykilinn einhverstaðar í sandinum.
Viðgerð á flugskipinu stendur yfir. Nú er bara að finna skiptilykilinn einhverstaðar í sandinum.

Leikmenn taka sér hlutverk fornleifafræðings, fjallaklifrara, loftskeytamanns, vatnsbera, veðurfræðings og landkönnuðar og reyna saman að lifa af eyðimerkurstorma, vatnsskort og brennandi sólina. Þeir þurfa að finna hluti úr loftskipinu og gera við skipið áður en þeir verða eyðimörkinni að bráð.

Forbidden Desert er fyrir 2-5 leikmenn, 10 ára og eldri og spilast á svona 45 mínútum. Leikmenn vinna saman eða tapa allir og er því spilið frábært fjölskylduspil eða fyrir vinahópinn þegar spila á eitthvað einfalt en spennandi.

Framleiðslan er til fyrirmyndar.
Framleiðslan er til fyrirmyndar.

Höfundur þess er Matt Leacock sem einnig hannaði Pandemic, Forbidden Island og Roll Through the Ages.

Forbidden Desert er til hjá okkur í Spilavinum og kostar 4.950 krónur.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;