Fjölskylduhittingur og veislur

Ættarhittingar, veislur eða bara skemmtilegt fólk að spjalla saman yfir spilum. Hægt er að fá að koma til okkar á sunnudegi og hafa það skemmtilegt saman. Spilavinir hafa rúmgóðan og afskaplega notalegan sal á neðri hæðinni sem hægt er að fá leigðan. Þá hefur fólk verið að koma með hlaðborð, uppáhellingur er í boði en einnig er hægt að kaupa gott kaffi og sérstaka kaffidrykki hjá okkur.

Fjölskylduhitting og veislur er hægt að panta á kvöldin og á sunnudögum.

;
Shopping Cart