Engin tilviljun að Azul var valið spil ársins 2018

Skoðað: 6
Azul, íslenska útgáfan.

Þegar niðurstaðan fyrir spil ársins í Þýskalandi 2018 (Spiel des Jahres) var birt kom það okkur ekki á óvart, enda hefur Azul hlaðið á sig verðlaunum frá árinu 2017-2019 og verið tilnefnt til enn fleiri.

Azul er vel að öllum þessum verðlaununum og tilnefningum komið, enda skýrt og vel hannað spil með skemmtilegu gangverki sem hentar fyrir 2-4 leikmenn en skín þegar aðeins tveir leikmenn eigast við.

Síðan þá hafa komið út þrjú önnur Azul spil sem byggja á sama grunni, en bæta einhverju nýju við hann. Ekki ósvipað því sem Ticket to Ride serían gerir. Hin spilin eru Azul: Stained glass of Sintra og Azul: Summer pavilion og hafa þau bæði byrjað að hlaða á sig tilnefningum og titlum. Nýjasta spilið í seríunni kom út í fyrra og heitir Azul: Queen’s garden. Við bíðum spennt eftir að bjóða upp á það í Spilavinum.

Azul er einnig í hópi þeirra spila sem hægt er að spila yfir netið á Board Game Arena, sem býður upp á fjölda borðspila sem hægt er að spila yfir netið. Við Linda nýttum okkur það vel þegar við tókum út okkar einangrun og sóttkví.

Hefur þú spilað Azul? Gefðu því endilega dóm svo aðrir njóti þekkingar þinnar.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;