Dr. Eureka og Kingdomino fá Gullna peðið

Það er þekkt í mörgum geirum atvinnulífsins að verðlauna það sem vel gengur. Við þekkjum flest til gull- og platínuplatna sem tónlistarfólk fær fyrir mikla sölu. Í borðspilaheiminum kallast þessi verðlaun Gullna peðið, og eru veitt af United Board Game Publishers (UEJ) þegar spil hefur náð 250.000 eintaka sölu.

Svo skemmtilega vill til að tvö spila sem fást í Spilavinum fengu þessi verðlaun í febrúar síðastliðnum (en við vorum bara að frétta það í síðustu viku). Það eru Dr. Eureka, sem fékk Gullna peðið og Kingdomino, sem fékk þrefalt Gullna peðið fyrir 750.000 eintök seld. Fleiri spil sem fást hjá okkur hafa hlotið þessi virtu verðlaun, sem — eins og í tónlistariðnaðinum — ná upp í platínu.

Svona verðlaun eru mikils virði fyrir borðspilaheiminn því þau sýna fram á heilbrigði greinarinnar, og verðlaunar vinnu útgefenda, hönnuða og listamanna sem að spilunum standa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.