BarSvar (a.k.a. pub quiz) í Spilavinum

BarSvar í Spilakaffi

Fyrir alla sem hafa gaman af spurningaleikjum, þá er BarSvar í Spilakaffi svarið. Engin spurning!

Í BarSvari keppa borð á móti borðum. Hámarksfjöldi í hverju liði er 4 og er 1.000 kr. þátttökugjald fyrir hvern þátttakanda. Í gjaldinu er innifalinn lítill bjór af krana, kaffi eða gosdrykkur að eigin vali.

Svona er BarSvar spilað

Spurningar eru bornar upp ein af annarri, og hvert borð skrifar svör sín á blað. Oftast eru 2 stutt hlé til að fólk geti fyllt á veigarnar, eða búið til pláss fyrir fleiri veigar. Þegar spurningunum er lokið, þá rennir spyrillinn yfir allar spurningar einu sinni enn. Svo eru svarblöðin látin ganga á næsta borð. Því næst eru svörin lesin upp og þátttakendur gefa nágrönnum sínum stig. Að lokum er svarblöðum skilað til réttra liða og úrslit fengin. Verðlaun í BarSvarinu eru rétturinn til að monta sig og kranabjór á liðið (eða kaffi eða gosdrykkur).

BarSvar í Spilakaffi er oftast haldið um kvöld og hentar þá ekki fyrir börn. Þó hefur komið fyrir að við skellum í fjölskyldu-BarSvar sem er þá haldið um helgar.

Auðvitað er líka hægt að panta BarSvar fyrir fyrirtæki og stórar fjölskyldur.

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top