10 góð fjölskylduspil sem þið ættuð að prófa

Í tilefni af alþjóðlega fjölskyldudeginum — sem er einmitt í dag, 15. maí — tókum við saman 10 fjölskylduspil sem við mælum með fyrir allskonar fjölskyldur. Þetta eru spil úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera aðgengileg og skemmtileg fyrir breiðan aldurshóp. Góða skemmtun!


Kingdomino

Spil ársins 2017 er einfalt, stutt og aðlaðandi. Leikmenn eru konungar sem eru að reyna að byggja sitt ríki með dómínóflísum og vilja ná sem stærstum svæðum með sem flestum kórónum.

Lesa meira

8 borðspil sem eru líka til sem öpp

2ja metra fjarlægð frá öðru fólki á ekki bara við um veitingahús, íþróttaviðburði og tónleika, heldur allar tegundir af samkomum. Það er svolítið hamlandi þegar mann langar að fá fólk í heimsókn til að spila borðspil. Sem betur fer þarf sóttkví  ekki að halda manni frá góðu spili, því sumum þeirra er hægt að hlaða niður og fjarspila með vinunum. Hér fyrir neðan eru 8 uppáhaldsspil fólksins á Nerdist.com.

Lesa meira

Púslmarkaðurinn framundan

Á laugardaginn 15. febrúar verður hinn árlegi púslmarkaður hjá Spilavinum! Nú er tækifærið að skipta, selja og kaupa notuð púsl — jafnvel ný. Við opnum kjallarann okkar og setjum upp borð fyrir púsluspilasölu.

Fyrirkomulagið

Viltu kaupa notuð púsl?
Við mælum með að taka pening með þar sem ekki er líklegt að margir verði með posa.

Viltu selja púslin þín?
Til að vera viss um að fá borð, þá er best að láta okkur vita með góðum fyrirvara. Best er að gera það með tölvupóst á spilavinir@spilavinir.is, en svo má líka senda okkur skilaboð hér á Facebook.

Það kostar ekkert að fá borð. Hver og einn heldur utan um sína sölu, og er því klókt að hafa pening til að geta gefið til baka.

Fyrir ykkur sem ætlið að selja opnar húsið kl. 11:00 svo hægt sé að stilla upp. Markaðurinn byrjar kl. 11:30 og er opinn til 13:30. Við hellum upp á kaffi og stefnum í skemmtilegan dag með púsláhugafólki.

Dr. Eureka og Kingdomino fá Gullna peðið

Það er þekkt í mörgum geirum atvinnulífsins að verðlauna það sem vel gengur. Við þekkjum flest til gull- og platínuplatna sem tónlistarfólk fær fyrir mikla sölu. Í borðspilaheiminum kallast þessi verðlaun Gullna peðið, og eru veitt af United Board Game Publishers (UEJ) þegar spil hefur náð 250.000 eintaka sölu.

Svo skemmtilega vill til að tvö spila sem fást í Spilavinum fengu þessi verðlaun í febrúar síðastliðnum (en við vorum bara að frétta það í síðustu viku). Það eru Dr. Eureka, sem fékk Gullna peðið og Kingdomino, sem fékk þrefalt Gullna peðið fyrir 750.000 eintök seld. Fleiri spil sem fást hjá okkur hafa hlotið þessi virtu verðlaun, sem — eins og í tónlistariðnaðinum — ná upp í platínu.

Svona verðlaun eru mikils virði fyrir borðspilaheiminn því þau sýna fram á heilbrigði greinarinnar, og verðlaunar vinnu útgefenda, hönnuða og listamanna sem að spilunum standa.

Spilavinaspjallið opnar á Facebook

Við vorum að opna hóp á Facebook sem heitir Spilavinaspjallið. Þar er vettvangur til að leiðbeina hvert öðru með reglur og jafnvel kenna húsreglur; spyrjast fyrir um hvaða spil hentar spilahópnum, og segja frá áhugaverðum spilum sem við vorum að uppgötva, hvort sem spilið er gamalt eða nýtt. (Sjálfur uppgötvaði ég ekki hið stórkostlega Concordia fyrr en í fyrrahaust — Þorri.)

Verið velkomin á Spilavinaspjallið 🙂