10 góð fjölskylduspil sem þið ættuð að prófa

Skoðað: 185

Í tilefni af alþjóðlega fjölskyldudeginum — sem er einmitt í dag, 15. maí — tókum við saman 10 fjölskylduspil sem við mælum með fyrir allskonar fjölskyldur. Þetta eru spil úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera aðgengileg og skemmtileg fyrir breiðan aldurshóp. Góða skemmtun!


kingdomino 2020 01

Kingdomino

Spil ársins 2017 er einfalt, stutt og aðlaðandi. Leikmenn eru konungar sem eru að reyna að byggja sitt ríki með dómínóflísum og vilja ná sem stærstum svæðum með sem flestum kórónum.


Slide Quest

Ótrúlega skemmtilegt samvinnuspil sem minnir um margt á gamla góða Velti-Pétur, en er enn betra!

slide quest 03

sheriff of nottingham 2nd edition 01

Sheriff of Nottingham (2nd edition)

Ný útgáfa af þessu frábæra blekkingarspili. Nú fylgja með viðbætur eins og sjötti spilarinn, svarti markaðurinn, og fulltrúar fógetans.


King of the Dice

Einfalt og skemmtilegt teningaspil sem byggir á gangverki Yahtzee.

king of the dice 01

outfoxed 02

Outfoxed

Í Outfoxed ferðast þú og vinir þínir um borðið til að safna vísbendingum, og notið svo sérstakan sönnunargagnaskanna til að útiloka sakborninga. Einstaklega vel heppnað samvinnuspil fyrir fjölskyldur með börn frá fimm ára og eldri.


L.A.M.A.

Einfalt og létt spil sem var tilnefnt sem Spil ársins 2019 (Spiel des Jahres).

Í L.A.M.A. ert þú að reyna að losna við spilin þín af hendi eins hratt og þú getur, en þú dregur kannski ekki spilin sem þig vantar, svo ætlar þú að hætta og frysta höndina, eða halda í vonina og draga fleiri spil?

lama 02

battle sheep box 01

Battle Sheep

Ofboðslega vel heppnað, skýrt og einfalt kænskuspil fyrir 7 ára og eldri. Það er auðvelt að læra það, en hellingspláss til að ná færni í því.

Markmiðið er að þínar kindur nái að dreifa sér betur um hagann en kindur andstæðinganna.


Karuba

Vel hannað flísalagningaspil sem er einfalt að læra, en skilur eftir margar mikilvægar ákvarðanir sem leikmenn þurfa að taka.

karuba 01

sequence blue box 01 e1589551298305

Sequence

Sequence er frábært spil til að spila í litlum jafnt sem stórum hóp en allt að 12 manns geta spilað saman.

Sequence brúar kynslóðaspil og hentar mjög vel í fjölskylduboðum og upp í sumarbústað.


Ubongo

Klassískt og margverðlaunað spil í uppfærðum umbúðum, og með nýju og einfaldara talningakerfi.

ubongo 2020 01

Hvaða spil eru ómissandi á þínu heimili?

Finnst þér vanta spil í listann okkar? Er eitthvað spil sem er ómissandi á þínu heimili? Láttu okkur vita hér að neðan. Við höfum alltaf gaman af því að sjá hvað aðrir setja á listann sinn.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;