Spilavinir frá 2007

Skoðað: 121

Verslun og vinátta í meira en tíu ár!

Linda og Svanhildur, eigendur Spilavina.
Linda og Svanhildur, eigendur Spilavina.

Verslunin Spilavinir var stofnuð í október 2007. Vinkonurnar sem stofnuðu Spilavini hafa spilað saman áratug lengur en það. Þær Linda Rós og Svanhildur hafa staðið vaktina frá fyrsta degi, fyrst í 70 fermetra búð á Langholtsvegi en nú á Suðurlandsbraut 48 (í bláu húsunum). Þar er nú boðið upp á miklu meira úrval af spilum, púsluspilum og þrautum, og kaffihúsið Spilakaffi sem heldur ýmsa skemmtilega viðburði í húsinu, er með dásamlegt leiksvæði fyrir börn, auk þess að bjóða upp á helstu kaffidrykki, ótrúlegt úrval af Osterlandskt tei, og bjór á krana. Frábær verslun sem hlaut Best of the Game Trade verðlaunin árið 2015 fyrir bestu barnaspiladeildina á heimsvísu.

Spil og púsluspil fyrir alla fjölskylduna

Vöruúrvalið hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Spila- og púsltitlarnir skipta hundruðum en Spilavinir leitast við að kynna sér allt sem er í gangi hverju sinni og tryggja fjölbreytt vöruúrval. Barnaspiladeildin er enn veglegri en hún var 2015, og hillurnar í versluninni taka sífelldum breytingum til að koma nýjum spilum að.

Vefverslunin hefur vaxið ár frá ári, og er vöruúrvalið og þjónustan þar á pari við þjónustuna í versluninni. Spilavinir halda opinni línu til viðskiptavina með vefspjalli og tölvupósti, og upplýsingargjöf í gegnum póstlistann.

Góð þjónusta er grunnurinn að góðri skemmtun

Svona mikið úrval getur verið yfirþyrmandi þegar fólk er að reyna að velja sér spil fyrir skemmtilega samverustund með fjölskyldunni. Þess vegna er það markmið Spilavina að tryggja að hjálpa fólki að velja spil sem henta þeirra spilahóp, fjölda og fjölskyldugerð. Það er okkur ánægja að fara yfir mismunandi spil með viðskiptavinum og leiðbeina við val á næsta uppáhaldsspilinu.

Það eru spilakvöld alla daga í Spilavinum

Opnu spilakvöldin hafa nú öðlast fastan sess þar sem 40-80 manns mæta og læra á ný spil, auk bekkjarkvöldanna vinsælu sem haldin eru út um allan borg þar sem allt að 250 börn og foreldrar þeirra spila saman í hverri viku. Eins er hægt að fá Spilavini til að halda spilakvöld fyrir stærri hópa, fjölskyldur og fyrirtæki.

Fyrsta borðspilakaffihúsið á Íslandi

Sumarið 2020 opnuðu Spilavinir kaffihús í versluninni og nefndu það Spilakaffi. Þar er hægt að fá alls kyns kaffidrykki, hágæða te frá Österlandsk 1889 Copenhagen, óáfengu línuna frá ISH, og auðvitað bjór á dælu og í flöskum. Eins býður Spilakaffi upp á að kaupa aðgang að risavöxnum spilasafni í kjallaranum, og dásamlegt leiksvæði fyrir börn. Hægt er að lesa meira um Spilakaffi hér.

Karfa
;