Spilavinir

Það eru engar vörur í körfunni þinni.

Frí heimsending á næsta pósthús
Sími: 553 3450

Um Spilavini

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin Spilavinir var stofnuð árið 2007 af þeim vinkonum Svanhildu Evu og Lindu Rós. Verslunin er með mikið og fjölbreytt úrval af spilum. Við erum með spil fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, stríðspilum, partýspilum, orðaspilum, smáspilum, skákvörum, bridge, mannspilum, púsluspilum og púslvörum.

Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil af útliti einu og leggjum okkur því öll fram við að sýna og kenna þér spilin í versluninni. Það er sjálfsagt mál og nóg pláss að setjast niður að spila hjá okkur, spurðu bara. Á vefversluninni getur þú líka fundið og lesið þér til um spilin okkar. Þar getur þú svo verslað og við sendum frítt á næsta pósthús við þig, sama hvar þú ert á landinu.

Þjónusta